STREYMISVEITA / ÞJÓNUSTA

SKJÁR 1 - SKILMÁLAR

 1. SKILMÁLAR EFNIS OG SJÓNVARPSVEITU.

Eftirfarandi skilmálar gilda fyrir aðgang að sjónvarpsþjónustu Skjás 1 – Streymisveitu

Resktraraðili Skjás 1 er Filmflex, kennitala 6809891419, VSK númer 103613

 • Sjónvarpsþjónusta Skjás 1 veitir áskrifanda aðgang að sjónvarpskerfi sem og aðgang að annarri sjónvarpsþjónustu um notendaviðmót S1 sem kynnt eru á heimasvæðinu www.s1.is hverju sinni.
 • Sá sem óskar eftir að gerast áskrifandi að sjónvarpsþjónustu S1 skuldbindur sig við staðfestingu/kaups á áskriftarleiðum um vefsvæðið www.s1.is með rafrænum hætti, til að hlíta skilmálum þessum sem og þeim kjörum sem um þjónustuna gilda.

2. AÐGANGUR & ÁSKRIFT

Skilmálar þessir gilda fyrir alla viðskiptavini Skjás 1 sem óskað hafa eftir aðgangi að sjónvarpsþjónustu Skjás 1 (áskrifanda) og Skjár 1 hefur veitt aðgang að með aðgangi að áskrftarleið sem valin er af áskrifenda.

 • Aðgangur að sjónvarpsþjónustu Skjás 1 gerir viðskiptavini kleift að nálgast sjónvarpsefni um gagnatengingar hvar sem er á landinu óháð fjarskiptafyrirtæki og veitir viðskiptavinum aðgang að henni með snjalltækjum og öðrum notendabúnaði með niðurhali á s.k. „appi“. Framboð efnis er háð samningi við efnisveitur hverju sinni.Skjár 1 ber enga ábyrgð á innihaldi þess efnis sem veittur er aðgangur að í sjónvarpsþjónustu Skjás 1.

3. ÁSKRIFANDA ER ÓHEIMILT AÐ:

Gera eða láta gera nokkrar breytingar á notendaviðmóti sem tengist áskrift um viðmótið. Bent er á að óheimil meðferð myndlykla/notendabúnaðar (t.d. AppleTV & Android box) er refsiverð skv. 28. gr. og 33. gr. útvarpslaga nr. 53/2000., eða leyfa öðrum að nota búnaðinn (sem er með áskrift frá Skjá 1) með því að selja, leigja, gefa eða láta hann af hendi með öðrum hætti til að komast yfir efnisrétt Skjás 1 sem ekki eru keyptar af áskrifenda til heimilis og einkanota hans. Þá varða slík brot einnig við 50.gr.b höfundarréttarlaga nr.73/1972

Heimilis & einkanot:
Skilgreining. Þjónustan er eingöngu til einkanota en ekki til opinberrar dreifingar. Óheimilt er að tengja búnað með áskrift hjá Hótelum, veitingahúsum, verslunum, skrifstofum eða öðrum rekstraraðilum þar sem heimild til áhorfs er eingöngu bundin við heimilis og einkanot áskrifanda. Bent er á sérhæfðar áskriftarleiðir fyrir viðskiptamarkað/B2B með að senda fyrirspurn á askrift@s1.is

Nánari útlistun:
Opinber dreifing telst t.d. til notkun á hótelum, hárgreiðslustofum, líkamsræktarstöðvum osfrv. Gildir ofangreint bæði um áhorf/leigur á kvikmyndum sem og endurvarp/dreifingu á erlendum stöðvum. Séu skilmálar þessir brotnir áskilur Skjár 1/Filmflex sér rétt til að stöðva þjónustuna án frekari viðvarana og krefjast fébóta. Brot varða við lög um höfundarrétt nr 73/1972.

4. EFNISRÉTTUR OG SAMNINGAR

Filmflex hefur með samningum undirritað samkomulag um sýningarrétt á miðlun efnisréttarhafa hér á landi og greitt endurgjald fyrir.
Samningur hefur verður gerður við STEF um leyfi í formi streymis á internetinu fyrir tónverk sem skeytt hefur verið við kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Tónlist í kvikmyndum og í öðru efni er því flutt með heimild STEF´s & NCB.

 • Streymisveitan hefur verið tilkynnt til Fjölmiðlanefndar: http://fjolmidlanefnd.is/filmflex/
 • Samningur um endurvarp norrænna sjónvarpsstöðva hér á landi hefur verið gerður við IHM/Copydan.
 • Samningur hefur verið gerður við Aljazeera, Euronews, Eurochannel, BBC & Thema/Stingray um endurvarp sjónvarpsstöðva þeirra hér á landi..

5. FÉBÆTUR

Brot á ofangreindum skilmálum geta borið með sér fésektir af hálfu Skjás 1 sem geta numið allt að eitthundrað þúsund krónum fyrir hvern byrjaðan sólarhring,  sem talið er að ætlað brot á efnisrétti hafi staðið yfir.

Hér er sérstaklega átt við sem dæmi, sekt fyrir hvert herbergi á hóteli fyrir hvern sólarhring.

Önnur misnotkun á efnisrétti getur einnig talist tenging áskriftar við veitingahús og gildir sama upphæð hvað varðar sekt fyrir hvern byrjaðan sólarhring sem ætlað brot hefur staðið.

Öll brot eru kærð til Lögreglu auk þess sem höfðað verður einkamál gagnvart áskrifenda teljist hann brotlegur við ofangreint.

 • Áskrifanda er þó ávallt heimilt að nota aðgengi/áskrift til almennrar otkunnar samkvæmt almennri skilgreiningu á því hvað telst heimilis/einkanot. Skjár 1 býður einnig að ferðast sé með áskrift til landa innan EU í allt að 30 daga samkvæmt tilskipun þ.a.l.
 • Skjár 1 ber ekki ábyrgð á því, þótt útsending rofni um stund en mun í slíkum tilvikum ávallt leitast við að koma útsendingu í lag á ný. Skjár 1 ábyrgist ekki tjón sem rekja má til sambandsleysis, rofs á útsendingu eða annarra truflana sem kunna verða á sjónvarpsmerkjum þeirra stöðva sem eru í dreifingu hverju sinni, hvorki að hálfu félagsins né að hálfu þriðja aðila.
 • Skjár 1 er skráð vörumerki hjá ELS. Filmflex er skráð firma hjá RSK & vörumerki hjá ELS.
 • Notkun og opinber birting á vörumerkjum sjónvarpsstöðvanna BBC Brit, BBC Earth, BBC News, Aljazeera News, Eurochannel, Euronews, Iconcerts, Cmusic, Moviestar, Lonestar & CMC er óheimil nema með leyfi rétthafa.
 • Brjóti áskrifandi gegn áskriftarskilmálum þessum er Skjá 1/Filmflex heimilt, án fyrirvara, að stöðva útsendingu á sjónvarpsþjónustu til hans.  Mál út af samningi þessum má reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Áskriftarskilmálar þessi gilda frá 16. Mars 2019