Skjár 1 – Kvikmyndastöð

Skjár 1 fór í loftið í Október 1998 og átti miklum vinsældum að fagna hjá almenningi sem tók dagskráratriðum stöðvarinnar opnum örmum, enda margir tímamóta þættir á dagskrá. Má helst nefna Silfur Egils, Með Hausverk Um Helgar og bandarísku sápuóperuna Dallas.

Nú þann 14 maí 2019 hefur stöðin aftur göngu sína með breyttu sniði. Kvikmyndir er megin uppistaða í dagskrá stöðvarinnar og er línuleg útsending alla daga frá kl 20:00 og fram til miðnættis.

Hliðrænt áhorf er að ryðja sér til rúms og geta áskrifendur stöðvarinnar sótt dagskrárliði allt að 7 daga aftur í tímann og spóla allt að 120 mínútur aftur í raunáhorfi á völdum snjall öppum.

Verðinu er stillt í hóf, áskrift að Skjá 1 kostar 695 krónur á mánuði og er boðið upp á 3 daga prufuáhorf fyrir þá sem vilja kynna sér dagskrá stöðvarinnar.

HÉR NÆRÐU Í APPIÐ

Náðu þér í áskrift

Hér fyrir neðan getur þú sótt appið fyrir Android og IOS
Þú getur líka náð þér í áskrift með því að smella á hnappinn
Sæktu APPIÐ fyrir Android
Sæktu APPIÐ fyrir IOS
Kaupa áskrift