Skjár 1

Breytingar á Streymisveitu

Ágætu viðskiptavinir,

Við höfum hætt sölu á eldri sjónvarpspökkum streymisveitunnar frá og með 1 ágúst eins og áskrifendum var tilkynnt um í lok Júní s.l.

Ástæðan er einfaldlega sú að verið er að auka framboð af kvikmyndum til muna á næstu vikum.

Sérstaða efnisframboðs verður okkar aðalsmerki framvegis. Efnisréttur fyrir sýningu kvikmynda er kostnaðarsamur, en okkur hefur tekist að gera einkasamninga um dreifingu nokkurra vandaðra kvikmyndastöðva sem ekki verða í boði hjá öðrum fjarskiptafyrirtækjum.

Nýjar kvikmyndastöðvar eru að bætast við og má þar helst nefna Moviestar, The Horror Film Channel og Moviemix Film Channel.

Þá er að bætast við sá einstaki möguleiki að leigja nýjustu kvikmyndirnar á markaðinum hverju sinni á streymisveitunni. Þessi dreifileið er oftast kölluð VOD og er óvenjulegt að línuleg dreifing sjónvarpsstöðva og vod leiga séu saman á sama kerfinu.

Streymisveita Skjás 1 er einfaldlega að aðlaga sig að markaði og er stefnan sú að vera öðruvísi en aðrar streymisveitur sem þýðir að innlendar stöðvar á borð við N4, Rúv og fleiri verða ekki í boði hjá okkur, auk heldur erlendar sjónvarpsstöðvar á borð við Discovery & Eurosport sem fást hjá næstum ÖLLUM öðrum efnisveitum sem bjóðast hér á landi.

Við opnum endurbætta streymisveitu Skjás 1 á næstu vikum.

Komdu í bíó með Skjá 1 á næstunni.

Við þorum að vera öðruvísi.