ALGENGAR SPURNINGAR & SVÖR

SKJÁR 1 - TÆKNILEGT

Tæknileg aðstoð

Við rekum ekki símaver né tæknilega aðstoð. Hér að neðan er gátlisti sem hægt er að fara eftir.

Þá er áskriftarferlið einfalt. Þetta lækkar kostnað og gerir okkur kleift að bjóða lág aðgangsverð fyrir efnisrétt sem er í boði hverju sinni.

Afhverju er svona mikið á viðmótinu á ensku?

Skjár 1 er að ekki bara að þjónusta Íslensk heimili heldur einnig ferðamenn sem heimsækja land og þjóð í styttri tíma og vilja geta fylgst með heimsmálum á erlendum fréttastöðvum og kvikmyndastöðvum Skjás 1 á meðan á dvöl þeirra stendur. Flestir landsmenn eru vel talandi á ensku og sýna þessu skilning.

# Skjár 1 auglýsir opinberlega þjónustu sína í helstu fjölmiðlum landsins.
# Skjár 1 streymisveita hefur gert efnisréttarsamninga um flutningsheimild sjónvarpsstöðva við Filmflex sem er leiðandi fyrirtæki hér á landi fyrir erlendar sjónvarpsstöðvar, sjá www.filmflex.is auk þess sem efnisréttarsamningar eru við IHM/Copydan, Thema Canal Digital og BBC um endurvarp stöðva þeirra hér á landi.
# Greitt er fyrir notkun tónlistar í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum til STEF´s og NCB og er heimild streymis fyrir hendi samkvæmt samningi um endurgjald.
# Streymisveitan er skráð hjá Fjölmiðlanefnd, sjá: http://fjolmidlanefnd.is/filmflex/ og starfar eftir lögum og reglum sem gilda hér á landi. # Skjár 1 greiðir lögbundin gjöld hér á landi vegna starfsemi sinnar.

Hver er rekstraraðili Skjás 1?

Rekstur Skjás 1 er alfarið í höndum Filmflex, kennitala 6809891419, VSK nr 103613, sjá www.filmflex.is

Almennt um gagnamagn:

Við ráðleggjum viðskiptavinum að tryggja sér hagstæða gagnamagnspakka hjá sínum fjarskiptaaðilum enda er allt efnið sent um öpp í snjalltæki eins og venja er með streymisveitur sambærilegar þeirri sem Skjár 1 rekur.

Má sýna efni Skjás 1 í verslunum eða Hótelum?

Svarið er einfalt nei, efnisréttur er einungis ætlaður til heimilis og einkanota. Öll önnur notkun efnisréttar er einungis leyfð með samþykki rétthafa. Skjár 1/Filmflex býður s.k. „B2B áskriftarleiðir“ fyrir verslanir, gistiheimili, skrifstofur, langferðabifreiðar, flugvélar, skip og hótel sem kynntar eru á öðrum vettvangi.

IOS – stuðningur:

Hægt er að hlaða niður uppfærslu IOS 11 og nýrri frá iTunes.

Við styðjum einnig Apple TV 4

Er hægt að nota Chromecast?

Já, Chromecast er boði fyrir Skjár 1 appið.

Get ég notað Airplay?

Skjár 1 styður Airplay. Gakktu úr skugga um að Air Play merkið sé sýnilegt.

Ef efnið spilast ekki á Iphone eða Ipad:

 • Er allt uppfært í útgáfu 11 eða nýrra?
 • Er netið tengt?
 • Er búið að hlaða inn uppfærslu IOS?
 • Er búið að setja upp appið að fullu?
 • Er búið að slökkva á appinu og endurræsa?
 • Er annað efni í keyrslu?
 • Er verið að notast við annað tæki eins og PC eða síma með þínum
 • aðgangi?
 • Er áskriftin gild?

Kannaðu ofangreint ef efnið er ekki að spilast.

Endurvarp efnis á annan skjá:

Hægt er að endurvarpa efni frá IOS appi, Android appi og Chrome. Nota þarf sama netaðgang.

Um Android & Android TV:

Vinsamlegast notið útgáfu 4.4 eða nýrri. Appið er sótt hjá Google Play Store

Virkar Skjár 1 appið á LG snjall sjónvarpstæki?

Því miður styður kerfið ekki LG snjall viðmót enn sem komið er, unnið er í málinu og má reikna með að viðmót fyrir LG verði komið í Ágúst 2019.

Virkar Skjár 1 appið í Samsung snjall sjónvarpstæki?

Því miður styður kerfið ekki enn Samsung viðmót, en unnið er í málinu og má reikna með að viðmót fyrir línulega sjónvarpsstrauma verði komið í Ágúst 2019.

Almennt um PC viðmót:

 • Windows 8.1 eða nýrra
 • Chrome
 • Firefox
 • Internet Explorer 11
 • Edge
 • MAC OS Sierra 10.12 eða nýrra.
 • Mac – Safari
 • Mac – Chrome
 • Mac – Firefox

Skjáflakk – Appel TV4

Skjáflakkið fyrir AppleTV4 er óvirkt fram að páskum vegna óviðráðanlegra orsaka náðist ekki að setja það upp áður en kerfið fór í loftið, Skjáflakkið virkar þó vel á IOS og öllum öðrum snjallviðmótum. Við biðjumst velvirðingar á þessu.

Vörumerki:

Vöruheiti, firmaheiti og vörumerki allra stöðva sem kynntar eru á Skjá 1 eru skráð hjá viðeigandi aðilum og njóta lögverndar og því einungis heimilt að nota þau með samþykki eigenda. Óheimilt er að notast við efni af síðum Skjás 1 nema með skriflegu samþykki. Öll afritun er bönnuð.