ALGENGAR SPURNINGAR & SVÖR

ALMENNT UM SKJÁ 1

Hvað er Skjár 1?

Skjár 1 er nýtt sjónvarpsviðmót sem byggir á nýjustu tækni í dag sem veitir almenningi aðgengi að sjónvarpi um snjallviðmót. Við skilgreinum Skjá 1 sem Streymisveitu með fjölbreytt efni.

Vörumerkið Skjár 1 er byggt á „gömlum merg“ því sjónvarpsstöðin fór fyrst í loftið 1998 og náði strax miklum vinsældum hjá almenningi og braut blað í sjónvarpssögu landsins með nýrri nálgun á markaði og nú tæpum 20 árum síðar er Skjár 1 enn að brjóta blað í sjónvarpssögunni með því að innleiða nýjustu tækni í með notendavænu viðmóti, áhorfsmöguleika hvar sem er og hvenær sem er með Skjáflakki sem veitir áhorfendum möguleika á að horfa á sitt uppáhaldsefni þegar þeim hentar.

Skjáflakk er með 7 daga skjáflakki aftur í tímann, auk þess sem hægt er að spóla allt að 150 mínútur aftur í raunáhorfi.

Þá eru margar sjónvarpsstöðvar í boði á Skjá 1 ekki fáanlegar hjá öðrum þjónustuaðilum.

Fleiri sjónvarpsstöðvar og VOD eiginleikar eru væntanlegir á viðmót Skjás 1 auk þess sem rekstrarfélagið mun opna fyrir fjölbreytta afþreyingarstarfsemi sem nánar verður kynnt síðar.

Býður Skjár 1 frían aðgang til að kynna sér stöðvarnar?

Í einstaka tilfellum mun Skjár 1 geta boðið takmarkaðan frían aðgang með tilboðum sem kynnt verða hverju sinni í samstarfi við leiðandi aðila á markaði.

Hvað kostar áskriftin?

Í boði er einn áskriftarpakki sem býður allar stöðvar Skjás 1.
Mánaðaráskrift kostar 3.990 krónur.

Þann 15 apríl n.k. kynnum við nýjan áskriftarpakka sem nefnist Norræni Pakkinn og inniheldur hann 4 norrænar sjónvarpsstöðvar. SVT 1, DR1, NRK1 og Tv4.

Skjár 1 – Kvikmyndastöð er einnig seld sér fyrir þá sem það kjósa, en er einnig innifalin í grunnpakka streymisveitunnar. Áskrift að Skjá 1Kvikmyndastöð kostar 695 krónur á mánuði og er boðið upp á kynningaráhorf í 3 daga fyrir þá sem vilja kynna sér efnisval stöðvarinnar.

Hægt er að kynna sér áskriftarpakkan með 3 daga prufu án endurgjalds, muna þarf að segja up áskrift innan þess tíma ætli áskrifandi ekki að halda áskrift áfram.

Norræni Pakkinn / Mánaðaráskrift kostar 990 krónur.

Hvar næst Skjár 1?

Um land allt óháð hvaða fjarskiptafyrirtæki er notað. Eina sem þarf er aðgengi, áskrift, app og internetið og þá er hægt að horfa hvar sem er og hvenær sem er.

Þá er einnig í boði að horfa á dagskrá allra sjónvarpsstöðva Skjás 1 erlendis á meðan á fríi stendur og virkar streymisveitan í öllum löndum Evrópu í allt að 30 daga.

Ekki er hægt að kaupa áskrift að Skjá 1 utan Íslands vegna höfundarréttarmála

Er Íslenskur texti í boði á sjónvarpsstöðvunum?

Allar stöðvarnar sem eru í boði á Skjá 1 eru erlendar og því eingöngu fáanlegar á eigin tungumáli. Undantekning er Eurochannel, þar sem ENSKUR texti er í boði fyrir þá sem þess óska. Hægt er að fara í stillingar á því viðmóti sem er notað og setja upp enskan texta undir „subtitles“ og velja „English“.

Hvar er streymisveitan Skjár 1 staðsett?

Skjár 1 er með skrifstofuhald á Íslandi en rekur að öðru leyti alla sína tækniþjónustu í Stokkhólmi, Svíþjóð.

Afhverju eru sumar stöðvar á Skjá 1 ekki í boði hjá öðrum?

Ástæðan er sú að Skjár 1 hefur tryggt sér einkarátt á dreifingu stöðvanna hér á landi og því eru þær ekki fáanlegar hjá t.d. Vodafone, Nova eða Símanum. Þetta á sérstaklega við um kvikmyndastöðvarnar MovieStar, Lonestar Channel, Moviemix Film Channel & Golden Classic Movies.

Tónlistarstöðvarnar Iconcerts, Cmusic & Country Music Channel eru ekki fáanlegar annarsstaðar sem stendur. Þá eru væntanlegar stöðvar á borð við Kidz Cartoons, The Really Terrible Film Channel, The Horror Film Channel, Kung Fu Film Channel, fullorðinsrásina The Adult Retro Film Channel og Powerstation eingöngu í boði á viðmóti Skjás 1 og verða ekki hjá öðrum efnisveitum vegna einkaréttarsamninga.

Þetta skerpir á samkeppni þar sem viðskiptavinir geta gengið að því vísu að ávallt sé úrvalsefni í boði hjá Skjá 1 sem ekki er fáanlegt annarsstaðar.

Við bjóðum ekki innlendar stöðvar á borð við RÚV, N4, Omega & Hringbraut á dreifikerfi okkar, hvað sem síðar verður, en bendum áhugasömum á önnur snjallviðmót.

Að gerast áskrifandi.

Það er einfalt að gerast áskrifandi að Skjá 1. Eina sem þarf er tölvupóstfang, lykilorð að eigin vali og kortaupplýsingar. Við notum ekki kennitölur í skráningu viðskiptavina

Viðskiptaskilmálar

Viðskiptaskilmála okkar og persónuverndarstefnu er að finna annarsstaðar hér á vefsvæðinu. Sjá hlekki hér að neðan
SKILMÁLAR & PERSÓNUVERND