Skjár 1

Velkomin á Skjá Eitt

LÍNULEG DAGSKRÁ
ALLA DAGA FRÁ KL 17:00

Smelltu hér að neðan til að horfa á beint streymi:

Skjár 1 er íslensk sjónvarpsstöð sem fyrst fór í loftið þann 16 október árið 1998.  Dagskrárstefna Skjás 1 er að sýna kvikmyndir með íslenskum texta á föstum sýningartímum klukkan 5,7,9 & 11 alla daga vikunnar í línulegri útsendingu.

Stuttir dagskrárliðir á milli kvikmynda eru á dagskrá, en höfuðáhersla okkar eru kvikmyndir og sjónvarpsmyndir. 

Upphaflegt markmið Skjás 1 var að ná til þjóðarinnar, skemmta landsmönnum og veita endurgjaldslausa afþreyingu með íslenskum texta og skapa gott og öðruvísi sjónvarp en þá var almennt í boði. Þetta á enn við í dag, nú þegar erlend áhrif streyma yfir landsmenn, hefur þetta markmið aldrei verið eins mikilvægt og einmitt núna. Dagskrárefni Skjás 1 er kynnt með íslenskum heitum. Myndgæðin eru í háskerpu 1920x1080p. (FHD)

Rekstrargrundvöllur Skjás 1 miðast við að bjóða kostanir og auglýsingar á dagskrárliði sína framvegis. 

Skjár 1 er opin og án endurgjalds. Við innheimtum ekki áskriftargjald fyrir dagskránna okkar.

Línulegt streymi er um eigið vefsvæði um streymisspilara sem við kjósum að kalla skjásýn, eða CDN (Content Delivery Network). CDN er kerfi sem hjálpar til við að sjónvarpssendingar nái til áhorfenda á sem hagkvæmastan hátt og með sem minnstum töfum og truflunum.

Rekstraraðili Skjás 1 er Íslenska Sjónvarpsfélagið sem var stofnað 5 Nóvember 1986 og telst því eitt elsta starfandi efnisréttar (content) fyrirtæki landsins.